Borga 35 kr. á íbúa til Reykjanesfólkvangs
Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur óskað eftir auknum framlögum frá aðildarsveitarfélögum.
Bæjarráð Grindavíkuir hefursamþykkti stjórnar Reykjanesfólkvangs um að aðildarsveitarfélögin auki framlag sitt til rekstrar fólkvangsins úr 17 kr. á íbúa í 35 kr. á hvern íbúa svo hægt verði að sinna landvörslu, verkstjórn sjálfboðaliða og stefnumörkun fyrir fólkvanginn á árinu 2013.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 65.000 kr. sem kemur til lækkunar á handbæru fé.