Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Börðust við mosaelda við erfiðar aðstæður í dag
Föstudagur 22. maí 2009 kl. 22:06

Börðust við mosaelda við erfiðar aðstæður í dag


Slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Grindavíkur hafa frá því um kl. þrjú í dag unnið að slökkvistarfi við erfiðar aðstæður í mosabruna austur af Svartsengi við Grindavík.

Slökkviliði Grindavíkur barst tilkynning um mosabrunann skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Bruninn var á svæði austur af Svartsengi þar sem erfitt var að komast um en slökkviliðsmenn nutu aðstoðar björgunarsveitarmanna úr Þorbirni í Grindavík sem óku slökkviliðsmönnum á vettvang á sexhjólum. Ekki var mögulegt að koma slökkvibílum eða vatni á staðinn.

Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði í samtali við Víkurfréttir að um einn hektari af mosa hafi brunnið. Slökkviliðsmenn þurftu að bera reykköfunartæki við slökkvistarfið, þar sem þeir þurftu að fara fyrir brunann á móti vindi.

Brunalyktina af mosabrunanum mátti finna víða nú síðdegis en sterka brunalykt lagði meðal annars yfir Bláa lónið um tíma.

Mosabruninn er af mannavöldum.




Meðfylgjandi ljósmyndir eru frá Slökkviliði Grindavíkur.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024