Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Börðust við mikla elda á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 11. nóvember 2008 kl. 16:36

Börðust við mikla elda á Keflavíkurflugvelli



Þegar slökkvilið Keflavíkurflugvallar tekur æfingu í Pyttinum svokallaða byrja símarnir hjá fréttastofunum að hringja því sumur halda að stórslys hafi orðið á flugvellinum. Í dag var engin undantekning á því. Mikill eldur er tendraður á þessum reglulegum æfingum slökkviliðsins með tilheyrandi reykjarkófi.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Keflavíkurflugvallar voru þarna við æfingar ásamt áhöfn af einu varðskipa Landhelgisgæzlunnar. Pytturinn á Keflavíkurflugvelli er sá eini sinnar tegundar á Íslandi og þar má skapa ákjósanlegar aðstæður fyrir slökkviliðsmenn til að kynnast eldi af eigin raun.



Hilmar Bragi Bárðarson fylgdist með æfingunni í dag þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.



Myndband frá æfingunni er væntanlegt á vefinn í kvöld.