Börðust í gegnum snjóbyl í bruna við Heiðarholt
Eldur kom upp í eldhúsi íbúðar við Heiðarholt í Keflavík seint í kvöld. Húsráðandi og annar til sofnuðu út frá eldamennsku. Pizza var í ofninum og greinilega ekki Idol í sjónvarpinu því heimilisfólkið svaf vært framan við sjónvarpið.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn en að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra hefur mönnum oft gengið betur að komast á vettvang. Nú var það ófærð og snjóbylur sem hægðu för. Þrátt fyrir það er tjónið minniháttar af völdum eldsins.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn en að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra hefur mönnum oft gengið betur að komast á vettvang. Nú var það ófærð og snjóbylur sem hægðu för. Þrátt fyrir það er tjónið minniháttar af völdum eldsins.