Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borar eftir heitu vatni á eigin kostnað
Fimmtudagur 10. september 2009 kl. 15:22

Borar eftir heitu vatni á eigin kostnað


Athafnamaðurinn Jakob Árnason stendur um þessar mundir að jarðborunum á landareign sinni að Auðnum á Vatnsleysuströnd. Þar er kominn hinn myndalegasti jarðbor sem er í eigu Ræktunarsambands Flóamanna. Jakob stendur að þessum framkvæmdum á eigin kostnað og hyggst bora eftir heitu vatni fyrir Vatnsleysuströndina. Hann segir Hitaveitu Suðurnesja ekki hafa viljað leggja í kostnað við að leggja hitaveitu inn á ströndina og því hafi hann ákveðið að ráðast í þetta sjálfur.

Innan landareignar Auðna eru 70 lóðir sem ekki er búið að skipuleggja en Jakob segist hafa beðið með að láta skipuleggja svæðið uns í ljós kæmi hvort HS legði hitaveitu inná Vatnsleysuströnd eður ei. Nú til dags vilji engjnn byggja á svæðum þar sem ekki sé hitaveita því húshitunarkostnaður sé helmingi hærri með rafmagni. Jakob segir markmiðið að ná 80 gráðu heitu vatni, sem er á bilinu 800-900 metra dýpi.

Borinn er núna komin á 80 metra dýpi en þar er mikið af köldu vatni eða um 30 sekúndulítrar. Það væri nóg til að sjá Grindavíkurbæ fyrir köldu vatni, að sögn Jakobs.

Sem fyrr segir stendur Jakob að þessum framkvæmdum á eigin vegum en kostnaður er í kringum 20 milljónir. Fjárhagsleg áhætta af borframkvæmdum er alltaf talsverð því ekki er hægt að vita fyrirfram hver árangurinn verður. Ávinningurinn er hins vegar nokkur ef vel tekst til.

Nokkur byggð er inn á Vatnsleysuströnd og að sögn Jakobs eru þar 40 aðilar sem kaupa rafmagn til upphitunar. Jakob segir að í byrjun október verði borinn kominn niður á ætlað dýpi og þá komi árangur verksins í ljós.
---


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Borinn á Auðnum á Vatnsleysuströnd vinnur sig hægt og bítandi í gegnum jarðlögin.