Boranir í Vestmannaeyjum og á Reykjanesi
Nú eru í gangi boranir hjá Hitaveitu Suðurnesja hf á Reykjanesi og í Vestmannaeyjum. Borinn Geysir borar á Reykjanesi og borinn Sleipnir borar í Vestmannaeyjum.
Á Reykjanesi er Geysir nú kominn í 765,6 m. dýpi. Holan sem hann er nú að bora er 17 5/8” og er gert ráð fyrir að bora áfram í um 900 m. dýpi en þá verði holan fóðruð og síðan haldið áfram með 13 3/8 ” borun uns holan nær fullum afköstum sem vonandi nást í 1.700 – 1.900 m. dýpi.
Í Vestmannaeyjum er Sleipnir að bora rannsóknarholu þar sem leitast er við að finna nægan hita og nægan flutningsgjafa (vatn eða sjó) þannig að unnt verði að nýta jarðhita fyrir hitaveitu í Eyjum. Sleipnir er nú í 255,2 m. dýpi en reiknað er með að bora allt niður undir 2.000 m. nema nægur heitur vökvi finnist fyrr.
Á Reykjanesi er Geysir nú kominn í 765,6 m. dýpi. Holan sem hann er nú að bora er 17 5/8” og er gert ráð fyrir að bora áfram í um 900 m. dýpi en þá verði holan fóðruð og síðan haldið áfram með 13 3/8 ” borun uns holan nær fullum afköstum sem vonandi nást í 1.700 – 1.900 m. dýpi.
Í Vestmannaeyjum er Sleipnir að bora rannsóknarholu þar sem leitast er við að finna nægan hita og nægan flutningsgjafa (vatn eða sjó) þannig að unnt verði að nýta jarðhita fyrir hitaveitu í Eyjum. Sleipnir er nú í 255,2 m. dýpi en reiknað er með að bora allt niður undir 2.000 m. nema nægur heitur vökvi finnist fyrr.