Bora Sandgerðings skemmd
Um miðjan dag í dag var lögreglu tilkynnt um skemmdarverk á bifreið á Suðurgötu í Sandgerði. Lögregla fór á staðinn. Búið var að brjóta vinstri hliðarspegil og rispa vinstri hurð. Bifreiðin er af gerðinni VW Bora, blá að lit.
Á dagvaktinni hjá Keflavíkurlögreglunni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi og þrír voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn.
Á dagvaktinni hjá Keflavíkurlögreglunni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi og þrír voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn.