Bora eftir köldu og heitu vatni á Vatnsleysuströnd
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt umsókn Íslenskrar Matorku ehf um framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborunum eftir köldu og heitu vatni í landi Flekkuvíkur og Kálfatjarnar.
Fyrirtækið hefur fengið rannsóknarleyfi Orkustofnunar fyrir tilraunaborunum skv. leyfisbréfi útgefnu 29. maí 2012. Skipulagsstofnun ekki athugasemd við að sveitarstjórn veiti leyfi fyrir tilraunaborunum. Skipulagsstofnun hefur einnig gefið það álit að skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum sé ekki um tilkynningarskylda framkvæmd að ræða á þessu stigi.
Áður en kemur til framkvæmda á borsvæði fer umhverfis- og skipulagsnefnd fram á að samráð verði haft við Fornleifavernd ríkisins.