Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 10. desember 2003 kl. 21:33

Bónus-haglabyssunum var stolið í Keflavík

Haglabyssurnar sem notaðar voru við rán í Bónusversluninni við Smiðjuveg í Kópavogi í fyrrakvöld var stolið í innbroti í Keflavík í síðustu viku. Einn starfsmanna Bónusverslunarinnar við Smiðjuveg í Kópavogi játaði að hafa verið í vitorði með mönnunum tveimur sem frömdu ránið, segir í frétt á vef Morgunblaðsins. Var hann einn þeirra sem staddur var í versluninni þegar ránið átti sér stað, að því er kemur fram á heimasíðu lögreglunnar. Mennirnir tveir, sem frömdu ránið, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. desember. Þeir eru 19 ára gamlir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024