Bólusetningar í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli
Athygli er vakin á því að bólusetningar á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við Covid-19 fara fram í húsnæði Landhelgisgæslunnar við Uppland á Ásbrú, Keflavíkurflugvelli. Svæðið er innan öryggisgirðingar Keflavíkurlugvallar og ekið um „Demantshlið“ næst gamla Officera-klúbbnum á Ásbrú.
Í tilkynningu segir að einstaklingar fái boðun í síma þegar að þeim kemur í bólusetningu.