Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bólusetning vegna svínainflúensu A(H1N1) á Suðurnesjum
Föstudagur 23. október 2009 kl. 17:11

Bólusetning vegna svínainflúensu A(H1N1) á Suðurnesjum

Byrjað verður að bólusetja sjúklinga í tilgreindum forgangshópum og þungaðar konur á heilsugæslustöðvum þriðjudaginn 2. nóvember 2009 í byggingu 946 við Skógarbraut á Ásbrú. Símapantanir í síma 422-0600, frá og með 26. október 2009!

Sjúklingar með tilgreinda „undirliggjandi sjúkdóma“ og þungaðar konur hafi samband við heilsugæslu HSS og panti tíma fyrir bólusetninguna í síma 422-0600. Tekið verður á móti pöntunum frá og með mánudeginum 26. október á milli kl 8-12 og 13-16. Hægt verður að panta bólusetningar í hverri viku á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum til og með18. nóvember 2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gert er ráð fyrir að læknar sjúklinga með sjúkdóma samkvæmt meðfylgjandi upptalningu hvetji þá til að láta bólusetja sig og afhendi þeim sérstakt staðfestingarblað sem framvísað er við bólusetninguna. Þá geta sjúklingar sem greindir hafa verið með sjúkdóma á listanum einnig pantað tíma í bólusetningu þótt þeir hafi ekki fengið staðfestingarblöð.

Ætla má að það taki um fjórar vikur að bólusetja nefnda hópa fólks með „undirliggjandi sjúkdóma“ og þungaðar konur á landinu öllu. Í framhaldinu verður almenningi boðin bólusetning og verður það auglýst sérstaklega í nóvember næstkomandi.

Sjúklingar með eftirfarandi „undirliggjandi sjúkdóma“ eru hvattir til að láta bólusetja sig:

Hjartasjúkdóma, einkum hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóma og alvarlega meðfædda hjartasjúkdóma.

Öndunarfærasjúkdóma sem þarfnast stöðugrar fyrirbyggjandi lyfjameðferðar (meðal annars astma).

Hormónasjúkdóma (insúlínháða sykursýki og barksteraskort).

Tauga- og vöðvasjúkdóma sem truflað geta öndun.

Alvarlega nýrnabilun.

Alvarlega lifrarsjúkdóma (skorpulifur).

Offitu.

Ónæmisbælandi sjúkdóma (á til dæmis við um krabbameinsmeðferð og líffæraþega).

Ef spurningar vakna um þörf sjúklinga fyrir bólusetningu eru viðkomandi beðnir um að ráðfæra sig við lækna sína.

Tíu ára og eldri nægir ein bólusetning til að öðlast hámarksvernd gagnvart inflúensunni.

Börn á aldrinum 6 mánaða til og með níu ára þurfa hins vegar að mæta tvisvar í bólusetningu með þriggja vikna millibili.

Þeim sem haldnir eru alvarlegu eggjaofnæmi eða ofnæmi fyrir latex er ráðið frá því að láta bólusetja sig.