Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bólusetning í kapphlaupi við tímann
Þriðjudagur 12. janúar 2010 kl. 12:22

Bólusetning í kapphlaupi við tímann


Um 10 þúsund manns á Suðurnesjum hafa nú verið bólusettir gegn Svínaflensunni eða um helmingur íbúa.  Næsta bólusetning er í Íþróttaakademíunni á fimmtudaginn og verður þá fyrirliggjandi bóluefni klárað. Stefnt er á næstu bólusetningu í lok janúar en þá er meira bóluefnis að vænta. Einnig þarf að finna annað húsnæði þar sem Íþróttaakademían hefur verið afhent Fimleikafélagi Keflavíkur. Ingibjörg Steindórsdóttir. yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSS segir áríðandi að fólk láti bólusetja sig þar sem um heimsfarald sé að ræða.

„Heimsfaraldur gengur í bylgjum þangað til annað hvort allir hafa smitast eða verið bólusettir. Við erum búin að fá tvo toppa hér og spurning hvænær næsti kemur. Við vitum ekkert hvenær það gerist, hvort það verður í næsta mánuði eða næsta haust. En það er pottþétt að næsti toppur kemur og þá jafnvel enn skæðari.  Þess vegna erum í kapphlaupi við tímann að bólusetja, segir Ingibjörg í samtali við VF. Hún hvetur fólk því eindregið til að láta bólusetja sig. „Það er nauðsynlegt að sem flestir fari í bólusetningu til að mynda svokallað hjarðónæmi. Þegar það tekst fer Svínaflensan framhjá okkur. Núna erum við um það bil hálfnuð með bólusetningar frá því í október þannig að með svipuðu áframhaldi ættum við að geta lokið þessu í endaðan apríl,“ segir Ingibjörg.

„Við erum bara að leita og vonandi rætist fljótt úr því,“ svarar Ingibjörg innt eftir því hvort annað húsnæði sé í sigtinu. „Helst hefði ég viljað bólusetja 28. janúar en það fer alveg eftir því hvort við náum að finna húsnæði.“

Búið er fullbóka í bólusetninguna á fimmtudaginn. Bókanir í næstu hefjast um leið og mál skýrast varðandi bóluefni og húsnæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024