Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bólusetning gengur vel
Fimmtudagur 5. nóvember 2009 kl. 14:41

Bólusetning gengur vel


Bólsetning gegn Svínaflensunni á Suðurnesjum hefur gengið vel í dag og er reiknað með að um tvö þúsund manns fái sprautu áður en degi lýkur, að sögn Ingibjargar Steindórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðings hjá HSS. Stöðugt umferð hefur verið í hús Íþróttaakademíunnar síðan í morgun og segir Ingibjörg 4 – 5 manns bólsetta á hverri mínútu. „Þetta gengur því eins og í sögu og við höfum ekki þurft að skerða þjónustu niður á heilsugæslustöð á meðan,“ sagði Ingibjörg.

Nú stendur fyrir bólusetning forgangshópa. Að sögn Ingibjargar eru bundnar vonir við að hægt verði að hefja bólusetningu á almenningi, öðrum en forgangshópum,  eftir hálfan mánuð. Meira bóluefni er væntanlegt í vikunni og stendur til að halda bólusetningu áfram næsta fimmtudag. Tekið verður við bókunum mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu HSS hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024