Bolti og partýbingó á bæjarhátíð
Dagskrá bæjarhátíðar í Suðurnesjabæ heldur áfram í dag, fimmtudaginn 24. ágúst. Í dag er bleikur/fjólublár dagur á starfstöðvum í Suðurnesjabæ og er starfsfólk vinnustaða hvatt til að mæta í bleiku/fjólubláu.
Knattspyrnuleikur verður síðdegis á Brons-vellinum í Sandgerði þegar Reynir tekur á móti Kormáki Hvöt kl. 18:00.
Partýbingó verður í kvöld í Samkomuhúsinu í Sandgerði með Evu Ruzu og Sigga Gunnars í umsjón Unglingaráðs Reynis og Víðis. Bingóið hefst kl 21:00 og er 18 ára aldurstakmark inn á viðburðinn.