Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bólfimir í bæjarapparatinu
Föstudagur 6. febrúar 2015 kl. 10:44

Bólfimir í bæjarapparatinu

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, vakti seint á síðasta ári athygli á þróun íbúafjölda í Sveitarfélaginu Vogum og þeirri athyglisverðu staðreynd að einungis 6 börn væru á fyrsta ári samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Var því slegið fram í lok fréttar sem hann ritaði í vikulegt fréttabréf sitt að e.t.v. ættu Vogamenn að taka okkur aðra til fyrirmyndar og efna til ástarviku.

„Það er skemmst frá því að segja að þrír frambjóðendur til síðustu kosninga (og núverandi nefndarmenn) eiga von á fjórum börnum. Menn eru heldur betur að standa sig,“ segir Ásgeir í pistli sem hann ritar í fréttabréf sitt í morgun.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024