Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bókmenntaþing ungra lesenda á degi íslenskrar tungu
Þriðjudagur 8. nóvember 2005 kl. 13:44

Bókmenntaþing ungra lesenda á degi íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, verður haldið
bókmenntaþing sem hefur þá sérstöðu að vera sérstaklega ætlað lesendum á
aldrinum 10-16 ára.

Þingið verður haldið í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, á
degi íslenskrar tungu 16. nóvember kl. 10-12.

Yfirskrift bókmenntaþingsins er Er gaman að lesa?

Ungir lesendur flytja samtals 11 framsöguerindi. Þar verður spurningunni í
yfirskrift þingsins svarað frá ýmsum sjónarhornum og m.a. fjallað um hvort
barna- og unglingabækur eigi að vera líkar raunveruleikanum, um
teiknimyndasögur og aðrar sögur, um muninn á bók og mynd, um Gunnlaugs sögu
o.fl.

Frummælendur á þinginu verða börn og unglingar úr Áslandsskóla og
Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, Grunnskóla Grindavíkur og Heiðarskóla,
Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ. Auk nemenda,
kennara og bókavarða verða á þinginu fulltrúar bókaútgefenda og barna- og
unglingabókahöfunda sem sitja fyrir svörum unga fólksins í pallborði.

Að þinginu standa Íslensk málnefnd, Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar og
SÍUNG, samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Er þetta í fyrsta
sinn sem þessir aðilar taka höndum saman um slíkt þing.



Dagskráin:


Bókmenntaþing ungra lesenda
Er gaman að lesa?

Haldið í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkj á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2005 kl. 10:00 – 12:00

Dagskrá
Þingið sett
Fundarstjóri Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar

Er gaman að lesa?
Myllubakkaskóli

Teiknimyndasögur og aðrar sögur
Víðistaðaskóli

Um raunsæi og ævintýraheima í sögum
Njarðvíkurskóli

Er bókin betri en myndin?
Áslandsskóli

Úr Gunnlaugs sögu ormstungu
Holtaskóli

Er gaman að lesa?
Myllubakkaskóli

Eiga unglingabækur að vera líkar raunveruleikanum?
Víðistaðaskóli

Ævintýri
Heiðarskóli

Er bókin betri en myndin?
Grindavíkurskóli

Eiga barna- og unglingabækur að vera líkar raunveruleikanum?
Áslandsskóli

Það leiðinlegasta sem maður gerir er að ljúka góðri bók
Víðistaðaskóli

Pallborðsumræður
Rithöfundar og útgefendur barna- og unglingabóka

Þingslit
Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur

Íslensk málnefnd
Reykjanesbær
SÍUNG – samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024