Bókin um brunann í Skildi í forsölu
Bók um brunann í samkomuhúsinu Skildi 30. desember 1935 kemur út í desember en í ár eru 75 ár liðin frá atburðinum þar sem 10 manns létu lífið. Ekki hafa fleiri farist í bruna á Íslandi svo vitað sé síðan á Sturlungaöld.
Höfundur bókarinnar er Dagný Gísladóttir en í bókinni er fjallað um atburðinn og tekin viðtöl við þá sem voru á skemmtuninni og aðstandendur þeirra sem létust.
Þann 5. desember verður nk. haldin minningarstund um brunann í Keflavíkurkirkju kl. 20:00.
Bókin er seld í forsölu fram til 5. desember á sérstöku kynningarverði kr. 2.500.
Reikningur 542-14-401699, kt: 2804695999.