Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bókasafnsdagurinn og alþjóðlegur dagur læsis
Fimmtudagur 7. september 2017 kl. 17:00

Bókasafnsdagurinn og alþjóðlegur dagur læsis

Í tilefni bókasafnsdagsins og Alþjóðlegs dags læsis föstudaginn 8. september ætlar starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar að lyfta sér upp. Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt; að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í lýðræðislegu samfélagi og hins vegar að vera hátíðsisdagur starfsmanna safnanna.

Gestir geta komið og fengið afskrifaðar bækur að gjöf, rjúkandi heitt kaffi og konfekt, fræðst um Rafbókarsafnið og kynnt sér starfsemi safnsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Safnið er opið frá kl 9 til 18 og eru allir hjartanlega velkomnir.