Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 2. nóvember 2000 kl. 11:06

Bókasafnið nettengt

Bókasafninu í Grindavík hefur áskotnast tölva sem viðskiptavinir geta notað til að komast inn á Netið. Viðskiptavinir þurfa að greiða fyrir aðgang en verði er stillt í hóf. Vísir að námsbókasafni hefur einnig litið dagsins ljós og nú fá fjölbrautaskólanemar flestar kennslubækur lánaðar í skammtímaláni. Þessi nýja þjónusta ætti að verða til þess að fleiri nýti sér safnið en bæjarbúar þurfa ekki að greiða árlegt gjald til bókasafnsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024