Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 11. mars 2002 kl. 10:23

Bókasafnið lánar út bækur á serbó-króatísku!

Við skipulagsbreytingar var bókasafnið flutt á haustmánuðum frá fræðslu- og uppeldissviði Reykjanesbæjar til markaðs-, menningar- og atvinnusviðs en menningar- og safnaráð fer með fagleg mál safnsins.Mikið og gott samstarf um menningarviðburði með menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hélt áfram á árinu.

Auk hefðbundinnar þjónustu veitti safnið flóttamönnum frá fyrrum Júgóslavíu þjónustu með millisafnalánum frá Borgarbókasafni á bókum á Serbó-Króatísku. Auk þess á safnið fulltrúa í samvinnuverkefni um kennslu nýbúa sem nýlega er hafið og nokkrir kennarar þriggja grunnskóla sveitarfélagsins standa fyrir.

Háskólanemar í fjárnámi óskuðu eftir lengri opnunartíma safnsins og gerð var tilraun með lengri þjónustutíma lessalar frá 5. nóvember til 5. desember en nýting þótti ekki nógu góð. Einnig var safnið lokað í tilraunaskyni kl. 19:00 yfir sumarmánuðina í stað kl. 20:00 og gerð óformleg könnun á óskum safngesta um þjónustutíma.

Að mati Huldu Bjarkar Þorkelsdóttur, forstöðumanns bókasafnsins, er brýnt að ákveða þjónustustig bókasafnsþjónustnnnar í sveitarfélaginu því væntingar til þjónustu aukast og einnig framboð á fjölbreytilegum gögnum.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024