Bókasafnið í Garði tekið undir kennslurými
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt tillögu frá stýrihópi um húsnæðismál Gerðaskóla.
Húsrými almenningsbókasafns á neðri hæð Gerðaskóla verði nýtt sem kennslurými fyrir 1. bekk á komandi skólaári. Íbúum í Garði verður veitt bókasafnsþjónusta frá almenningsbókasafninu í Sandgerði meðan þessi tímabundna ráðstöfun stendur yfir.
Bæjarráð leggur áherslu á að útfærsla á bókasafnsþjónustu fyrir íbúa í Garði liggi fyrir sem allra fyrst.