Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bókasafnið flytur
Stefanía Gunnarsdóttir pakkar bókum í kassa.
Föstudagur 12. apríl 2013 kl. 09:32

Bókasafnið flytur

Hillur tæmast óðum á Bókasafni Reykjanesbæjar en starfsfólk undirbýr nú flutning safnsins í ráðhús Reykjanesbæjar, að Tjarnargötu 12. Opnun á nýjum stað er ráðgerð í júníbyrjun.

Það er ekki hlaupið að því að flytja heilt bókasafn sérstaklega ekki þegar safngögnin telja rúmlega 70 þúsund. Þess vegna verður Bókasafn Reykjanesbæjar lokað allan maímánuð. Sektir munu ekki falla á gögn sem skila á í maí. Bæjarbúar geta aðstoðað við flutninginn með ýmsum hætti, t.d. tekið að láni eins margar bækur og þeir geta borið fram að lokun og rætt um flutninginn í samfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýtt aðsetur Bókasafns Reykjanesbæjar.