Bókakonfekt á Bókasafni Reykjanesbæjar
Hið árlega Bókakonfekt verður haldið sunnudaginn 7. desember n.k. kl. 16 í Bíósal Duushúsa.
Rithöfundarnir Guðrún Eva Mínervudóttir, Úlfar Þormóðsson, Bryndís Schram og Stefán Máni lesa úr nýútkomnum bókum sínum.
Stúlknatríóið Konfekt leikur og syngur jólalög. Hægt verður ð kaupa bækur höfundanna á staðnum og fá þær áritaðar.
Kaffi og konfekt á boðstólum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Bókakonfekt er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar, Menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Bókaverslunarinnar Eymundson.