Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bók um heilann
Miðvikudagur 15. desember 2010 kl. 13:51

Bók um heilann

Tólf reglur um heilann fyrir skóla, vinnu og heimili

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Út er komin bókin HEILAREGLUR OG HEILRÆÐI – tólf reglur um heilann fyrir skóla, vinnu og heimili eftir bandaríska metsöluhöfundinn sameindalíffræðingur John Medina. Medina er sérlegur ráðgjafi bandarískra yfirvalda og margverðlaunaður kennari. John Medina fjallar á alþýðumáli um nýjustu rannsóknir á þessari mögnuðustu uppfinningu allra tíma – heilanum. Hann setur fram það sem hann kallar tólf heilareglur. Hin fyrsta fjallar um áhrif líkamsræktar á heilann. Hreyfing hefur mikil áhrif á heilann og er hið sterka hreyfiafl á bak við þroska mannkyns. Að sögn Keflvíkingsins Ólafs Grétar Gunnarsson útgefanda hjá Bókaútgáfunni Vexti er áhugi fólks á bókinni mikill. Þeir, sem hafa lesið bókina eru frá 12 ára aldri. Fólki finnst bókin fræðandi og skemmtileg. Sumir hafa á orði að þeim finnist sérstakt að lesa um heilann í fyrsta sinn.

Heilinn er um 2% af líkamsþyngd en óseðjandi orkugleypir með um 20% af orku líkamans þrátt fyrir að geta virkjað aðeins sem nemur 2% taugaboða samtímis. Heilinn eyðir meiri orku en lærvöðvi spretthlaupara. Líkami stælist við hreyfingu en hver eru áhrif líkamsræktar á heilann? Medina fjallar meðal annars um lamandi áhrif streitu. Hann leitar svara við fjölmörgum spurningum; hvað gerist þegar griplur taugafruma læsast saman; hvert fara minningar; hver er hin látlausa styrjöld í heilanum; hvaða áhrif hefur ástríki á greind og þroska barna; af hverju eru konur málsnjallari en karlar; af hverju vinna stúlkur saman en drengir keppa; af hverju ullaði nýfætt barnið; hver er þessi Jennifer Aniston taugafruma og hvað gerðist þegar apinn sá vísindamanninn éta rúsínuna?

Medina setur fram tillögur um hvernig við getum nýtt okkur nýjustu þekkingu um heilann í daglegu lífi, vinnu, skóla og á heimili.