Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bogi tekur við formennsku í Þorbirni
Ný stjórn hjá bsv. Þorbirni í Grindavík. Mynd af fésbókarsíðu sveitarinnar.
Mánudagur 4. apríl 2016 kl. 13:33

Bogi tekur við formennsku í Þorbirni

Bogi Adolfsson er nýr formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Hann tekur við Steinari Þór Kristinssyni sem nú verður meðstjórnandi. Aðalfundur sveitarinnar og Björgunarbátasjóðs Grindavíkur fór fram sl. miðvikudag.

Aðrir í nýrri stjórn eru Otti Rafn Sigmarsson varaformaður, Guðbjörg Eyjólfsdóttir gjaldkeri, Telma Rut Eiríksdóttir ritari, Ólafur Ingi Jónsson meðstjórnandi og Helgi Einarsson meðstjórnandi.

Aðalfundur björgunarsveitarinnar samþykkti að láta allt fé sem safnast með innheimtu árgjalds sveitarinnar renna beint í Minningarsjóð Hjalta Pálmasonar en honum er ætlað að styrkja félaga í sveitinni til frekari menntunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024