Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bogi áfram formaður Þorbjarnar
Miðvikudagur 15. júní 2011 kl. 14:32

Bogi áfram formaður Þorbjarnar

Aðalfundir Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, Unglingadeildarinnar Hafbjargar og Björgunarsjóðs Grindavíkur voru haldnir á dögunum. Bogi Adolfsson var endurkjörinn formaður Þorbjarnar en ein breyting varð á stjórninni. Þórdís Guðjónsdóttir hætti en í hennar stað kom Helgi Einarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fram kom á fundinum að búast má við erfiðum rekstri á þessu ári. Síðasta ár var viðburðarríkt en björgunarsveitin vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn á 80 ára afmælisárinu.

grindavik.is