Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Boeing 747 ofan á Keflavíkurmerkinu og Fjölbraut
Þriðjudagur 4. október 2011 kl. 11:46

Boeing 747 ofan á Keflavíkurmerkinu og Fjölbraut

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ný flugvél frá bandarísku Boeing-verksmiðjunum, Boeing 747-8, var við æfingar Keflavík um síðustu helgi. Haustvindar á Suðurnesjum heilla hönnuði Boeing og þeir fengu þá í góðum skömmtum.

Þóttu æfingar ganga vel og sáu íbúar þetta ferlíki á ferðinni, m.a. áhorfendur á leik Keflavíkur og Þórs í Pepsi-deildinni í knattspyrnu sl. laugardag, eins og sjá má á myndum sem ljósmyndarar VF tóku frá Nettóvellinum, þeir Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Orri Pálsson.

Nýja þotan er um 76 metrar að lengd og vænghafið 68,5 metrar. Um er að ræða stærstu farþegaþotu sem Boeing hefur smíðað, hún mun taka 467 manns í sæti en í fyrstu verður aðeins boðið upp á fragtflugs-útgáfu. Öll hönnunin er ný og notuð margvísleg tækni sem einnig er fyrir hendi í Dreamliner-þotunni nýju. Fyrirtækið heitir þvi að þotan noti minna eldsneyti, mengi minna og valdi minni hávaða en aðrar breiðþotur.

Efsta mynd: Hér ber risaþotan við K-fánann á Nettó-vellinum í Keflavík.

Og hér er eins og 747 vélin sé að brotlenda ofan á húsi Fjölbrautaskólans.

Sambærileg vél var við æfingar í apríl sl., vél merkt Cargolux.