Böðvar segir bjartar horfur í Reykjanesbæ
- Mér fannst alveg ómögulegt að skila lyklunum.
„Mér finnst mjög ánægjulegt að menn ætli að gefa þessu meiri tíma,“ segir Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ. „Við töldum það alveg nauðsynlegt að gera. Það var auðvitað búið að vinna vel að þessum samningum sem að þó miðuðu að einni leið. Hún gekk ekki upp. Mér fannst alveg ómögulegt að skila lyklunum. Það er gott að menn leiti nýrra leiða.“
Böðvar segir ljóst samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir síðasta ár að þau markmið sem lagt var upp með hafi náðst. „Þetta er að ganga vel og mun betur en við reiknuðum með.“
Sjá viðtal við Böðvar að loknum bæjarstjórnarfundi hér að neðan: