Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Böðvar sat sinn 400. bæjarstjórnarfund í Reykjanesbæ
Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar afhenti Böðvari bókagjöf í tilefni 400. fundarins. VF-myndir/pket.
Miðvikudagur 18. nóvember 2015 kl. 09:36

Böðvar sat sinn 400. bæjarstjórnarfund í Reykjanesbæ

Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ sat sinn 400. bæjarstjórnarfund í gær. Var honum færð gjöf í tilefni áfangans og þökkuð góð störf í þágu bæjarfélagsins. Böðvar sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í byrjun árs 1994, þá 26 ára. „Böðvar hefur verið mikilvægur þessu sveitarfélagi í gegnum tíðina og það eru ekki mörd dæmi um að menn byrji svona ungir eins og hann gerði,“ sagði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þegar hann afhenti honum bók frá bænum.

Böðvar er með verulega yfirburði í fjölda bæjarstjórnarfunda. Enginn bæjarfulltrúi hefur setið fleiri bæjarstjórnarfundi en næsti bæjarfulltrúi á eftir honum er Björk Guðjónsdóttir með 328 fundi. All nokkrir hafa setið yfir 200 fundi. Bæjarstjórn heldur rúmlega 20 fundi á ári. Á þessum rúmlega tuttugu árum hefur Böðvar verið formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar.

„Í fljótu bragði er mér efst í huga eftir þennan tíma uppbygging, endurskipulagning og einsetning grunnskólanna sem var gríðarlega stórt verkefni á sínum tíma, sameining tónlistarskólanna, tenging þeirra við grunnskólann og bygging Hljómahallar sem gerðu Tónlistarskóla Reykjanesbæjar að besta tónlistarskóla landsins, uppbygging íþróttalífs og aðstöðu, m.a. fyrsta yfirbyggða knattspyrnuhús landsins, efling menningarlífs sem er afar blómlegt hér í Reykjanesbæ og uppbygging aðstöðu fyrir aldraða, bæði þjónustumiðstöðvar og hjúkrunarrýma á Nesvöllum og Hlévangi svo að einhver verkefni séu nefnd.“ sagði Böðvar þegar Víkurfréttir spurðu hann hvað stæði upp úr eftir 400 fundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024