Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Böðvar sækist eftir 2. sæti
Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 10:32

Böðvar sækist eftir 2. sæti

- í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.


Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar gefur kost á sér í 2.sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem fram fer 1.mars nk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Böðvari.


„Böðvar er reynslumikill í sveitarstjórnarmálum, hefur setið í bæjarstjórn frá 1998, var formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í 9 ár, forseti bæjarstjórnar s.l. 3 ár og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir hönd sveitarfélagsins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í gegnum tíðina. 
Böðvar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og starfar sem framkvæmdastjóri Byggingafélags Námsmanna. Böðvar er í sambúð með Jónu Hrefnu Bergsteinsdóttur og eiga þau saman Eddu Sif, eins árs. Fyrir á Böðvar tvö börn, Ásu 15 ára og Jón 20 ára,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt: „Ég er spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við ný verkefni sem bíða bæjarstjórnar á næsta kjörtímabili þar sem Reykjanesbær mun uppskera í mörgum málum sem hafa verið í undirbúningi á síðustu árum. Ég bið um stuðning kjósenda til að vinna áfram að því að gera Reykjanesbæ að enn betra samfélagi.“
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024