Böðvar oftast strikaður út
Nafn Böðvars Jónssonar, þriðja manns á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, var lang oftast strikað út af þeim kjörseðlum sem kjósendur breyttu í kosningunum á laugardaginn. Um 460 gildum kjörseðlum var breytt með því að strika út nöfn og breyta röð frambjóðenda. Mest var um útstrikanir hjá D-listanum.
Eitthvað var um útstrikanir á öllum listum, síst hjá Vinsti grænum samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Böðvar Jónsson kom oftast fyrir eins og áður segir en önnur áberandi nöfn voru Friðjón Einarsson (S), Guðný Kristjánsdóttir (S), Gunnar Þórarinsson (D), Einar Magnússon (D) og Björk Þorsteinsdóttir (D).
Nokkuð var um að Þorsteinn Erlingsson væri strikaður út af D-lista sem er athyglisvert í ljósi þess að hann skipaði næst neðsta sæti listans.
---
VFmynd/Hilmar Bragi - Frá kjörfundi í Heiðarskóla.