Böðvar formaður bæjarráðs og Björk forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar
 Björk Guðjónsdóttir verður forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar næstu tvö árin og mun þá skipta við Þorstein Erlingsson. Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði verða Böðvar Jónsson, sem fer með formennsku, Björk Guðjónsdóttir og Steinþór Jónsson. Þetta er meðal niðurstöðu af fundi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í gærkvöldi þar sem fulltrúum var raðað niður á nefndir.Böðvar Jónsson mun taka sæti Reykjanesbæjar í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum næstu tvö árin og Björk Guðjónsdóttir mun taka við eftir tvö ár.
Björk Guðjónsdóttir verður forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar næstu tvö árin og mun þá skipta við Þorstein Erlingsson. Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði verða Böðvar Jónsson, sem fer með formennsku, Björk Guðjónsdóttir og Steinþór Jónsson. Þetta er meðal niðurstöðu af fundi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í gærkvöldi þar sem fulltrúum var raðað niður á nefndir.Böðvar Jónsson mun taka sæti Reykjanesbæjar í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum næstu tvö árin og Björk Guðjónsdóttir mun taka við eftir tvö ár.Af helstu nefndum og ráðum bæjarins má nefna að Gunnar Oddsson verður formaður tómstunda- og íþróttaráðs, Steinþór Jónsson er formaður skipulags- og bygginganefndar, Björk Guðjónsdóttir er formaður framkvæmda- og tækniráðs, Árni Sigfússon er formaður skóla- og færðsluráðs, Garðar Ketill Vilhjálmsson er formaður markaðs- og atvinnuráðs, Svanlaug Jónsdóttir fer með formennsku í fjölskyldu- og félagsmálaráði, Árnína Kristjánsdóttir er formaður barnaverndarnefndar og Sigríður Jóna Jóhannsdóttir er formaður menningar- og safnaráðs Reykjanesbæjar.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				