Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Böðvar formaður bæjarráðs og Björk forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 5. júní 2002 kl. 09:58

Böðvar formaður bæjarráðs og Björk forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar

Björk Guðjónsdóttir verður forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar næstu tvö árin og mun þá skipta við Þorstein Erlingsson. Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði verða Böðvar Jónsson, sem fer með formennsku, Björk Guðjónsdóttir og Steinþór Jónsson. Þetta er meðal niðurstöðu af fundi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í gærkvöldi þar sem fulltrúum var raðað niður á nefndir.Böðvar Jónsson mun taka sæti Reykjanesbæjar í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum næstu tvö árin og Björk Guðjónsdóttir mun taka við eftir tvö ár.
Af helstu nefndum og ráðum bæjarins má nefna að Gunnar Oddsson verður formaður tómstunda- og íþróttaráðs, Steinþór Jónsson er formaður skipulags- og bygginganefndar, Björk Guðjónsdóttir er formaður framkvæmda- og tækniráðs, Árni Sigfússon er formaður skóla- og færðsluráðs, Garðar Ketill Vilhjálmsson er formaður markaðs- og atvinnuráðs, Svanlaug Jónsdóttir fer með formennsku í fjölskyldu- og félagsmálaráði, Árnína Kristjánsdóttir er formaður barnaverndarnefndar og Sigríður Jóna Jóhannsdóttir er formaður menningar- og safnaráðs Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024