Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Boðun í skoðun
Fimmtudagur 29. september 2005 kl. 09:31

Boðun í skoðun

Lögreglan í Keflavík boðaði eigendur fjögurra ökutækjameð tækin sín í skoðun þar sem þeir höfðu ekki sinnt því að færa þau til aðalskoðunar á réttum tíma.  Lögreglan tók einnig skráningarnúmer af tveimur ökutækjum.  Í öðru tilvikinu var um að ræða vanrækslu á greiðslu trygginga og í hinu tilvikinu hafði eigandinn ekki sinnt því að fara með tækið í skoðun eftir að lögreglan hafði boðað það í skoðun.

Um klukkan 16:30 var lögregla og sjúkrabifreið send að íbúðarhúsi í Ytri-Njarðvík en þar hafði 13 ára piltur á reiðhjóli fallið illa og ökklabrotnað. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Reykjavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024