Boðið til grillveislu með biskupi í Grindavík
Vísitasía Agnesar M Sigurðardóttur biskups Íslands til Grindavíkur verður í vikulokin. Biskupinn verður í Grindavík föstudaginn 7. júní og sunnudaginn 9. júní.
Föstudaginn 7. júní kl. 12- 14 verður opið hús í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju. Boðið verður til grillveislu af því tilefni Þar gefst Grindvíkingum tækifæri til að heilsa upp á biskupinn og eiga samtal við hann.
Sunnudaginn 9. júní verður messa kl. 11:00 þar sem biskupinn predikar. Björg Pétursdóttir syngur einsöng og Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Boðið upp á veitingar eftir messu.
Í Grindavík mun biskup heimsækja leikskólana fyrir hádegi á föstudag og Víðihlíð eftir hádegi.