Boðið að skoða kanadískar þotur
Starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, ISAVIA, kanadíska sendiráðsins og annarra samstarfsaðila, ásamt fjölskyldum, var í gær boðið í opið hús hjá kanadísku flugsveitinni sem stödd er hér á landi. Þotur, eldsneytisvél og ýmiss búnaður þeirra var til sýnis og boðið var upp á gómsætar kanadískar pönnukökur með hlynsírópi.
Einnig var slökkvibíll frá Keflavíkurflugvelli til sýnis og þyrla Landhelgisgæslunnar kom við og fengu gestirnir að skoða þyrluna og spjalla við áhöfnina.
Löng biðröð myndaðist til að skoða stjórnklefa F-18 þotu og útskýrðu flugmennirnir helstu stjórntæki þotunnar.
Heimsóknin vakti mikla lukku, gestgjafarnir höfðu augljóslega gaman að og voru rúmlega þrjúhundruð manns sem þáðu boðið.