Boðar til íbúafundar um málefni HS
Árni Sigfússon bæjarstjóri hyggst boða til íbúafundar sem verði haldinn um miðja næstu viku vegna málefna HS. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Á fundinum verður farið yfir málefni HS í tengslum við kaup á landi og auðlindarétti, sölu á hlut bæjarins í HS orku og vilja bæjarins til að eignast meirihluta í HS veitum, eins og segir í tilkynningunni. Tilkynnt verður um fundarstað og tíma næskomandi mánudag.
VFmynd - Frá íbúafundi sem haldin var vegna málefna HS haustið 2007.