Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Boðað til vinnustöðvunar tvisvar í vikunni
Svona var umhorfs þann 8. apríl þegar flugvallarstarfsmenn lögðu niður vinnu sína. Mynd/HBB.
Þriðjudagur 22. apríl 2014 kl. 07:05

Boðað til vinnustöðvunar tvisvar í vikunni

Flugvallarstarfsmenn og Isavia funda í dag

Ljóst verður síðar í dag hvort verður af boðaðri fimm klukkustunda vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna á morgun, miðvikudag. Á dögunum stóðu starfsmenn Isavia fyrir vinnustöðvun sem óneitanlega hafði röskun á flugsamgöngur í för með sér. Samninganefndir Félags flugvallarstarfsmanna ríkisins, FFR, og Isavia hittast eftir hádegi í dag og verður síðar ákveðið með framhaldið.

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00, á morgun miðvikudaginn 23. apríl 2014, munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf, leggja niður störf að öllu óbreyttu. Hið sama verður uppi á teningnum föstudaginn 25. apríl, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024