Boðað er til aukafundar í bæjarstjórn Garðs
Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs í dag. Fundurinn verður á bæjarskrifstofunni að Sunnubraut 4 og hefst kl. 17:30.
Á dagskrá fundarins er skipan í nefndir og ráð, en eins og kunnugt er þá er nýr meirihluti N- og L-lista að taka við stjórnartaumum í Garði af D-lista sem misst hefur meirihluta sinn í sveitarfélaginu.
Einnig verður á dagskrá fundargerð skólanefndar frá 9. maí sl. og fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 18. apríl.
Síðasta mál á dagskrá bæjarstjórnar er uppsögn bæjarstjóra.