Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Boða til fundar í Grindavík um HS Orku
Þriðjudagur 25. ágúst 2009 kl. 09:51

Boða til fundar í Grindavík um HS Orku

Samstöðuhópur um að halda HS Orku í opinberri eigu hefur boðað til fundar í Saltfisksetrinu í Grindavík í dag, þriðjudaginn 25. ágúst, kl. 18:00. Þar mun Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, skýra hvernig málið horfir við sveitarfélaginu og þeir Guðbrandur Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn HS veitna, og Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í stjórn OR, fjalla um hvernig áformin líta út frá þeirra sjónarhóli.

Með fundinum vill hópurinn ,,heita á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um auðlindir landsmanna með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi," eins og það er orðað í fréttatilkynningu.

Í tilkynningu hópsins er rifjað upp að Hitaveita Suðurnesja hafi verið stofnuð af sveitarfélögunum á Suðurnesjum og ríkinu árið 1974. Allar götur síðan hafi fyrirtækið verið hornsteinn í samfélagi Suðurnesjamanna, séð fyrir yl og birtu, skapað störf og arð. ,,Verði úr kaupum Magma Energy á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs væri verðmætum í almannaeigu fórnað fyrir óljósan ávinning einhverra aðila. Framsal auðlindarinnar, hvort heldur sem er í 65 eða 130 ár, er í reynd í varanlegt þar sem slíkum nýtingaráformum fylgir sú augljósa áhætta að auðlindin verði uppurin áður en framsalstíminn er liðinn," segja fundarboðendur.

www.grindavik.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024