Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Boða borgarafund vegna ákvörðunar umhverfisráðherra
Fimmtudagur 1. október 2009 kl. 14:15

Boða borgarafund vegna ákvörðunar umhverfisráðherra

Fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum auk Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis munu standa fyrir borgarafundi á Suðurnesjum í næstu viku vegna þeirrar stöðu sem upp er komin eftir ákvörðun umhverfisráðherra í vikunni sem hefur sett atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum í mikið uppnám.

Að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, standa öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, utan Grindavíkur, að fundinum auk VSFK. Á fundinum verður staðan í atvinnumálum svæðisins rædd en eins og kunnugt er af fréttum eru um 1600 manns án atvinnu á svæðinu. Þá setur ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvestur-línur fjölmörg mál í atvinnuuppbyggingu svæðisins í uppnám.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er unnið í dagskrá fundarins en fundarstaður og fundartími verður kynntur nánar síðar.