Bob Geldof skammaðist út í ljósmyndara Víkurfrétta
Hinn heimskunni tónlistarmaður, Bob Geldof hafði viðkomu í Blaá lóninu kl. 14 í dag. Hann var með myndavél á lofti og tók mikið af myndum.Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, var í Bláa lóninu að mynda sumarstemmninguna þegar stjarnan mætti á svæðið. Í fyrstu veitti hann okkar manni ekki athygli en setti fljótt upp fýlusvip þegar hann tók eftir því að verið var að mynda hann. Hann kallaði til okkar manns; „Hey þú. Ekki fleiri myndir af mér. Skilur þú það?“ Þegar okkar maður lét ekki segjast komu erlendir fylgdarsveinar Geldof og spurðu fyrir hvern væri verið að taka myndir. Báðu þeir síðan um frið fyrir Geldof sem væri hér í einkaerindum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af kappanum við Bláa lónið í dag. Sú minni þegar hann hafði ekki veitt okkar manni athuygli en stóra myndin var tekin í þann mund er hann kallaði til ljósmyndara Víkurfrétta og bað um að ekki yrðu teknar fleiri myndir.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Meðfylgjandi myndir voru teknar af kappanum við Bláa lónið í dag. Sú minni þegar hann hafði ekki veitt okkar manni athuygli en stóra myndin var tekin í þann mund er hann kallaði til ljósmyndara Víkurfrétta og bað um að ekki yrðu teknar fleiri myndir.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson