Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

BMX BRÓS mættu í Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 11. ágúst 2023 kl. 11:59

BMX BRÓS mættu í Grindavík

BMX BRÓS er eins og nafnið gefur til kynna tengt hjólreiðum, n.t. BMX hjólreiðum. Það voru þrír félagar sem höfðu síðan úr æsku leikið sér á BMX hjólum, sem stofnuðu fyrirtækið sem gerir bæði út á sýningar og heldur námskeið fyrir unga sem aldna. BMX BRÓS mættu til Grindavíkur á þriðjudaginn og var góð mæting grindvískra ungmenna, jafnt stelpna sem stráka. Félagarnir í BMX BRÓS munu vonandi mæta á Ljósanóttina í Reykjanesbæ og þeir eru bókaðir á bæjarhátíðina í Suðurnesjabæ, n.t. laugardaginn 26. ágúst.

Benedikt Benediktsson er einn þremenninganna og sagði frá hvernig gekk í Grindavík. „BMX BRÓS gerir mest út á að sýna á bæjarhátíðum, árshátíðum og fleira og m.a. verðum við á bæjarhátíðinni í Suðurnesjabæ laugardaginn 26. ágúst og vonandi munum við líka koma fram á Ljósanótt Reykjanesbæjar. Það sem við gerum líka er að koma í heimsóknir í bæjarfélögin, halda námskeið og litla sýningu. Við gerðum það í Grindavík á þriðjudaginn og tókst mjög vel. Við stillum upp lítilli þrautabraut og leyfum krökkunum að prófa og getum þá boðið þeim að prófa okkar hjól sem eru bremsulaus, krökkunum finnst geggjað að geta prófað þau og það er allur aldur sem prófar, allt frá fjögurra ára börnum upp í fullorðna.

Það var mjög gaman á námskeiðinu í Grindavík að sjá hve margar stelpur mættu, það er oft misskilningur með þetta sport að það sé bara fyrir stráka, það er ekki rétt. Við settum upp tímaþrautir, stelpurnar voru alveg jafn góðar og strákarnir og við hvetjum allar stelpur til að láta sjá sig. Þetta gekk vel í Grindavík, það voru u.þ.b. 30 krakkar sem létu sjá sig og skemmtu sér vel. Það er nóg framundan hjá okkur, við munum vonandi koma fram á Ljósanóttinni og svo munum við sýna á bæjarhátíðinni í Suðurnesjabæ laugardaginn 26. ágúst,“ sagði Benedikt að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Það var líf og fjör á brettasvæðinu við Hópskóla

Börnin skemmtu sér hið besta

Fullt af grindvískum börnum mættu