Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blóðugt innbrot í Holtaskóla
Mánudagur 12. janúar 2004 kl. 10:58

Blóðugt innbrot í Holtaskóla

Börn í 4. og 5.bekk Holtaskóla hafa verið send heim vegna innbrots sem framið var í skólanum í nótt. Innbrotsþjófarnir hafa brotið rúður og skilið eftir sig blóðslóð þar sem þeir hafa athafnað sig. Lögreglan í Keflavík vinnur nú að rannsókn málsins á vettvangi.

Jóhann Geirdal aðstoðarskólastjóri Holtaskóla sagði í samtali við Víkurfréttir að svo virðist sem tölvu úr bókasafni og sjónvarpi og hátölurum úr sal hafi verið stolið í innbrotinu. Að sögn Jóhanns voru nemendur í 4. og 5. bekk sendir heim. „Það var brotist inn á bókasafnið og afgreiðsluborðið þar lagt í rúst. Stofur 4. og 5. bekkjar eru á þeim gangi og lögreglan þarf tíma til að rannsaka verksummerki þannig að tekin var ákvörðun um að senda börnin heim,“ sagði Jóhann.
Að sögn Jóhanns verður lögð áhersla á að þrífa blóðslóðina. „Við höfum sótthreinsað hurðahúna í skólanum, jafnvel þótt innbrotsþjófarnir hafi ekki farið um allan skólann.“
Salur skólans verður lokaður í dag og verður hann þrifinn og sótthreinsaður.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Eins og sést á þessari mynd er blóð um allt afgreiðsluborðið á bókasafninu þar sem það hefur verið lagt í rúst, en tölvu hefur verið stolið þaðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024