Heklan
Heklan

Fréttir

Föstudagur 28. desember 2001 kl. 12:20

Blóðugt í Stapanum

Aðfararnótt 27.desember sl. brutust út slagsmál í Samkomuhúsinu Stapanum í Njarðvík. Málsatvik eru ekki ljós en lögreglan í Keflavík segir að fjórir aðilar hafi verið blóðugir eftir slagsmálin og var tveim þeirra ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík til aðhlynningar. Meiðsli mannanna voru einhver og jafnvel talið að annar þeirra væri handleggsbrotinn. Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík er með málið til rannsóknar og svo virðist sem mennirnir fjórir séu flestir búnir að kæra hvern annann fyrir líkamsárás.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25