Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 11. júní 2001 kl. 15:00

Blóðugir líknarbelgir í klesstum bíl

Á sunnudagsmorguninn var tilkynnt til lögreglunnar í Reykjanesbæ að bifreið stæði yfirgefin, skemmd að framan, með líknarbelgi útblásna og blóðuga áVesturbraut. Bifreiðin var búin að vera þar síðan snemma um morguninn og olía lak af henni.
Við framhaldsrannsókn málsins kom í ljós að eigandi bifreiðarinnar hafði leitað sér læknis um morguninn. Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn, sem er 21 árs karlmaður, að hann hafi misst stjórn á bifreið sinni þegar hann ók af Hringbraut inn á Vesturbraut í Keflavík og lent á húsvegg. Maðurinn var með áverka á höfði. Hann var réttindalaus, hafði verið sviptur ökuleyfi til eins árs. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri. Málið er í rannsókn.
Fjórar líkamsárásir voru kærðar um helgina og tengdust þær allar veitingastöðunum í umdæminu. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann við Glaðheima í Vogum en sparkað hafði verið í höfuð hans. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til rannsóknar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024