Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blóðsykurmælingar í dag
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 08:58

Blóðsykurmælingar í dag


Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim þessum vágesti. Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Þessi sjúkdómur leggur að velli hljóðlega og án einkenna lengi framan af, en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt. Greiningin er einföld og smá blóðdropi getur bent til þess að ástæða sé að leita til læknis. Baráttan fyrir því að fræða fólk um sjúkdóminn og finna þá sem ganga með dulda sykursýki hefur verið baráttumál Lionshreyfingarinnar í tæp 60 ár.

Mánudaginn 14. nóvember verða blóðsykursmælingar í boði á eftirtöldum stöðum:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Suðurnesjum: Í Keflavík í heilsugæslu HSS á milli kl 09- 12. Í apótekum Lyfju á opnunartíma og Lyfja og heilsu kl 14-17. Í Grindavík í apóteki Lyfju kl. 9-11.

Með kærri þökk fyrir samstarfið og stuðninginn.

Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum