Blóðsykurmæling í Nettó á föstudaginn
Í tilefni af alþjóðlegum degi sykursjúkra verður boðið upp á blóðsykurmælingar í Nettó í Reykjanesbæ föstudaginn 12. nóvember kl. 12-16.
Samtök sykursjúkra á Suðurnesjum eru að hefja starf sitt að nýju eftir að hafa verið í dvala um nokkurt skeið. Stefnt er að jólaföndri í desember og eftir áramótin verða fyrirlestrar um sykursýki.
Gönguhópur sykursjúkra á Suðurnesjum ætlar að hittast tvisvar í mánuði við Reykjaneshöllina og verður næsta ganga þann 11. nóvember. Ef veður eru vond er gengið innandyra í Reykjaneshöllinni. Talið er að allt að 500 manns á Suðurnesjum séu með sykursýki, annað hvort af stofni eitt eða tvö.