Blóðsöfnun í Reykjanesbæ á morgun
Blóðsöfnun verður í Reykjanesbæ á morgun, þriðjudaginn 8. apríl. Blóðbankabíllinn verður þá staðsettur við veitingastað KFC í Krossmóa í Reykjanesbæ frá kl. 10-17.
„Við vonumst til að sjá sem flest ykkar. Allir velkomnir jafnt nýir sem vanir blóðgjafar,“ segir í tilkynningu frá Blóðbankanum sem þarf 70 blóðgjafa á dag.
Vakin er athygli á því að blóðgjöf er lífgjöf.