Blóðsöfnun í Grindavík eftir viku
Starfsfólk Blóðbankans verður með blóðsöfnun og skráningu nýrra blóðgjafa í Grindavík þriðjudaginn 7.maí klukkan 10-18 í húsnæði Rauða Krossins, Hafnargötu 13 í Grindavík. Heilsuhraustir Grindvíkingar sem eru á aldrinum 18-60 ára eru hvattir til að koma og gefa blóð. Ef viðkomandi er blóðgjafi má hann gefa blóð til 65 ára aldurs.Á síðasta ári komu 87 manns til blóðgjafar að hausti og 61 að vori, alls 148 manns. Árið 2000 komu alls 133 blóðgjafar og árið 1999 voru þeir 160. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Blóðbankans er þetta góð þátttaka.