Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blóðbíllinn í Reykjanesbæ í næstu viku
Miðvikudagur 10. október 2007 kl. 17:06

Blóðbíllinn í Reykjanesbæ í næstu viku

Blóðbíll Blóðbankans verður í Reykjanesbæ næstkomandi miðvikudag. Hann verður staðsettur við KFC að Krossmóa og verður opinn frá kl. 10 til 17.

 

Eins og flestir vita er afar brýnt að blóðgjafar, nýjir sem gamlir, mæti og gefi blóð. Í síðustu viku, sem dæmi, kallaði Blóðbankinn sérstaklega eftir blóðgjöfum vegna alvarlegs ástands sem var að skapast og svöruðu blóðgjafar um allt land.

 

Allir eru boðnir velkomnir og auðvitað er bakkelsi og safi í boði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024